Íslenskar rafbækur í opnum aðgangi
Rafbókavefurinn var stofnaður árið 2011. Frá þeim tíma hefur hann verið unninn í sjálfboðavinnu og kostaður af Óla Gneista Sóleyjarsyni. Til þess að tryggja að vefurinn geti starfað áfram óskum við eftir stuðningi almennings.
Rafbókavefurinn rak í mörg ár dreifðan prófarkarlestursvef. Þar gátu sjálfboðaliðar hjálpað til við að koma texta á rafrænt form. Umsýsla kerfisins kostaði mikla vinnu og fjaraði að lokum út.
Núna hefur Dreifður prófarkarlestur verið endurvakinn. En það þarf peninga og vinnu til að halda honum í gangi. Þú getur hjálpað með því að gerast sjálfboðaliði og/eða með því að styrkja verkefnið fjárhagslega.