Hóf störf á DV árið 2010 og stýrði þar átta manna auglýsingadeild. Hefur starfað við sölu og
markaðsmál frá árinu 1997 þegar hún hóf störf á Dagskrá vikunnar. Tók þátt í gerð
heimildarmyndarinnar Maybe I Should Have, sem kom út í janúar 2010
„Ástæðan fyrir því að ég legg af stað í þessa vegferð er frekar einföld – mig langar til að taka þátt í því
að búa til fjölmiðil sem hefur svigrúm til að vera frjáls og óháður. Til þess að svo sé þarf að huga að
fleiru en eigendum og hagsmunaöflum valds.
Stærsti hluti tekna og sá mikilvægasti þarf að koma frá lesendum okkar. Fólkinu sem kaupir
áskrift að Stundinni. Auglýsingar eða auglýsingatekjur eru okkur líka mikilvægar. Fjölmiðill þarf
að geta tekið á neytendamálum og fréttum úr viðskiptalífinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af
því að styggja auglýsendur og verða af auglýsingatekjum vegna réttmætra umfjallana.
Við sem stöndum á bak við Stundina erum öll sammála um að við þurfum að vera óttalaus við
auglýsingamarkaðinn til að vera óháð. Þess vegna þurfum við stuðning frá almenningi og
heilbrigðum auglýsendum.“