Ritstýrði DV í fimm ár áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri félagsins árið 2012. Stýrði þróun og uppbyggingu vefsins dv.is. Hefur starfað við fjölmiðla frá 19 ára aldri á hinum ýmsu miðlum, svo sem DV, Fréttablaðinu og Mannlífi. Er einn af stofnendum Ísafoldar sem hann jafnframt ritstýrði. Hefur einsett sér að vinna að því að nálgast sannleikann um það sem fólk hefur áhuga á. Er fimmfaldur sumarsjómaður og lærður í heimspeki.
Var ásamt ritstjórn DV tilnefndur til blaðamannaverðlauna árið 2010 fyrir Stjórnlagaþingsvef þar sem lesendum var með nýstárlegum hætti og lifandi framsetningu auðveldað að kynna sér hinn mikla fjölda frambjóðenda. Hefur skrifað leiðara og pistla um íslensk þjóðfélagsmál síðastliðinn áratug.
„Frjáls og óháð blaðamennska hefur orðið fyrir miklum áföllum á Íslandi síðustu ár. Eftir hrun vaknaði von um meira lýðræði og gagnsæi til að styrkja stöðu almennings gagnvart valdablokkum. Nú þegar þessi von hefur mikið til fjarað mikið til út er mikilvægt að muna að við eru ekki valdalaus sem borgarar og höfum engar skyldur til að vera gagnrýnislaus. Við getum haft áhrif á ýmsan hátt, þótt reynt sé að takmarka það. Það sem við bjóðum upp á hér er að styrkja við stofnun óháðs fjölmiðils sem hefur að leiðarljósi að stunda gagnrýna og athyglisverða blaðamennsku út frá hagsmunum almennings.“