Kristín Mjöll Jakobsdóttir

Stjórnarmaður í Óperarctic félaginu

  • verkefnisstjóri

Kristín Mjöll Jakobsdóttir er fagottleikari og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Ennfremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfaði Kristín með Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett þar til 1998. Hún hefur síðan starfað við kennslu á Íslandi, leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og fjölmörgum kammerhópum. Kristín Mjöll hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og Hong Kong. Kristín Mjöll veitir Blásaraoktettinum Hnúkaþey forstöðu og situr í stjórn Óperarctic félagsins sem hefur að markmiði að setja upp tónlistarleikhús. Hún var verkefnisstjóri Landsbyggðartónleika á vegum FÍT og FÍH 2002-2008, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna 2008-2012 og í stjórn Listahátíðar í Reykjavík 2012-2014. Kristín Mjöll er framkvæmdastjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu frá stofnun hennar í apríl 2013.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina