Sandra Clausen heiti ég, hef skrifað ljóð frá því ég man eftir mér og hef alltaf haft mikinn áhuga á íslenskri tungu. Ég gaf út mína fyrstu skáldsögu í gegnum Sögur útgáfu árið 2016, hún heitir Fjötrar og er í seríunni Hjartablóð. Síðan þá hafa komið út sex bækur eftir mig í þeirri seríu og hún notið mikilla vinsælda hjá streymisveitunni Storytel. Ég hef sótt Kvæðamannafélagið Iðunni í gegnum tíðina en annars sjálf gert ýmsar tilraunir í ljóðagerð og sköpun en aðallega leyft flæðinu að leyfa því að koma sem koma vill. Vísnabók hef ég borið í maganum síðan ég fæddi mitt þriðja barn, afar næman dreng sem sá meira en nef sitt náði, bókin ber nafnið "Afi ég og álfarnir." Ég óska þess að með söfnun Karolina fund nái ég að koma út mínum ljóðum í gegnum árin á pappír og vísnabók fyrir ungviðið í kjölfarið. Kær kveðja Sandra Clausen.