Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir

  • drama teacher
  • singing teacher
  • musicologist
  • Composer


Ég er yfirleitt kölluð Fjóla, fædd og uppalin á Ísafirði. Snemma fékk ég áhuga á að læra lög, ljóð og söngtexta og söng mikið. Skemmtilegast var að syngja í röddum með systrunum sex, vinkonunum og öðru fólki. Á barndómsárum komum við vinkonurnar aðallega fram á Ísafirði; Hjálpræðisherssamkomum, skemmtunum IOGT stúkunnar og skólaskemmtunum t.d. í Alþýðuhúsinu.

1957 kom ég fyrst fram sem dægurlagasöngkona með hljómsveit Villa Valla á Ísafirði og síðar með hljómsveit B.G (einnig á Ísafirði).

Ég stundaði nám í píanóleik í Tónlistarskóla Ísafjarðar og síðar nám

við söngkennaradeild í Tónlistarskólans í Reykjavík.

Frá 1958 til 1963 söng ég af og til í klúbbunum á Keflavíkurflugvelli með ýmsum hljómsveitum og þar á meðal KK sextettinum en þurfti að hætta að koma fram opinberlega vegna tónlistarnámsins. Aftur á móti fékk ég leyfi til að syngja með Kammerkórnum.

Svo lá leið mín til Frakklands í frönsku og tónlistarnám með áherslu á klassiska tónlist; í söng, hljómfræði og tónsmíðum.1967 fékk ég diplómu frá Conservatoire Régional de Musique et D’Art Dramatique Lyon, í Frakklandi. Árið 1975 lauk ég Fil.kand prófi í tónlistarvísindum, leiklistarkennslu og uppeldisfræðum við heimspekideild háskólans í Gautaborg og bætti við það eins árs rannsóknarvinnu á vegum tónlistarvísindadeildarinnar. Með náminu kenndi ég tónlist og leiklist við grunnskóla og félagsmiðstöðvar Gautaborgar.

1973 -76 var ég í hljómsveitinni Spartakisterna sem hélt tónleika í Gautaborg og viðsvegar um Svíþjóð.

Í námsorlofi 1996-97 stundaði ég nám og kannaði kennsluaðferðir Gaiety Scool of Acting i Dublin. Á þeim tíma sungum við Þorsteinn vikulega á pöbbnum, Red Parot

með kráarhljómsveitinni. Það var skemmtileg lífsreynsla.

Ég syng á mörgum tungumálum og hef aðallega komið fram erlendis. Árið 2001, opnaði ég með söng alþjóðlega listahátíð skopteiknara í Ankara, Tyrklandi.

Árið 1976 flutti ég aftur til Íslands, eftir langa dvöl erlendis, þá einstæð móðir og hafði lítinn tíma fyrir einsönginn en kom þó nokkrum sinnum fram á ýmsum félagssamkvæmum, ljóðakvöldum og einkasamkvæmum. Ég kom einnig fram á tónleikum hópsins, Frumherjar rokksins árin 2006, 2012, 2015 og 2017.

Ég hef ekki gefið mér tíma til að syngja inn á hljómplötu fyrr en nú.

Ég hef starfað sem tónlistar- og leiklistarkennari við Fósturskóla Íslands, og Leiklistarskóla Íslands. Lengi hef ég samið og/eða útsett tónlist. Þar á meðal fyrir leiklistasýningar og ljóðadagskrár. Árið 1988 varð ég lektor í tónlist og leiklist við Kennaraháskóla Íslands og árið 2001 lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem ég, auk kennslunnar, vann m.a. í mörg ár að verkefnum Nordisk Kulturnetverk í samvinnu við kennara og nemendur háskólanna á Norðurlöndum.

Nú er ég á lífeyrislaunum, en er sjálfstarfandi tónlistarkennari.

Ég er hamingjusöm kona, hef eignaðist þrjú börn, Hrönn, Ólaf og Önnu Heru. Þau hafa fært mér sjö barnabörn. Eiginmaður minn er Þorsteinn Eggertsson. Hann á tvær dætur, Völu og Soffíu sem hafa fært honum fjögur barnabörn. Fjölskyldan er orðin stór og lífið heldur áfram.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina