Karl Ágúst Úlfsson

Aþena, Ohio

Ég heiti Karl Ágúst Úlfsson og er rithöfundur. Verkefnið sem ég er að safna framlögum til er útgáfa bókarinnar Aþena, Ohio.

Fyrir 20 árum bjó ég í amerískum smábæ sem hét þessu skemmtilega nafni. Um tveggja ára skeið sendi ég Rás 2 útvarpspistla um daglegt líf Íslendings í þessu samfélagi, sem oft kom spánskt fyrir sjónir og stangaðist í veigamiklum atriðum á við það sem hann átti að venjast úr heimahögunum. Pistlarnir urðu 77 talsins og fjalla um allt milli himins og jarðar, en ævinlega frá sjónarhóli hins þjóðrækna Íslendings sem veit eins og er að „Ísland er land þitt".

Nú hef ég hug á að gefa þessa pistla út á bók, því ég hef grun um að margir hefðu gaman af að rifja upp þau viðhorf og þá atburði sem þeir lýsa. Þetta er bókin Aþena, Ohio.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina