Bragi Þór Jósefsson er starfandi ljósmyndari í Reykjavík og hefur myndað fyrir mörg af helstu fyrirtækjum og tímaritum landsins auk ýmissa erlendra blaða og tímarita. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Auk þess hefur hann gefið út ljósmyndabækur. Hann er einn af stofnmeðlimum FÍSL, Félags Íslenskra Samtímaljósmyndara og er í stjórn þess félags.