Margrét Guðmundsdóttir leikkona er fædd árið 1933 á Hæli í Flókadal.
Hún lék sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Litli Kláus og stóri Kláus árið 1952. Síðan lék Margrét óslitið í Þjóðleikhúsinu til sjötíu og þriggja ára aldurs en síðasta hlutverk hennar þar var í verkinu Átta konur.
Nú stígur Margrét aftur á svið eftir sjö ára leikhlé sem Kristbjörg í Róðaríi.