Framtíðargrúskari, sögumaður og hugmyndasmiður.
Hjörtur Smárason hefur flutt fyrirlestra um strauma og stefnur og framtíðarsýnir víða um heiminn. Meðal annars hefur hann unnið að verkefninu framtíðarborgir Afríku og skrifað framtíðarsýnir í smásöguformi fyrir Fast Future Publishing í London. Hjörtur rekur eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem veitir ráðgjöf um nýsköpun, markaðssetningu og hugmyndaþróun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisstjórnir. Meðal nýlegra verkefna sem Hjörtur hefur komið að eru ráðgjöf fyrir forna borg í Armeníu, niðurnýtt hverfi í Kaupmannahöfn, ríkisstjórn Zimbabwe og finnskt geimferðafyrirtæki.