Hjörtur Smárason

Framtíðargrúskari, sögumaður og hugmyndasmiður.

Hjörtur Smárason hefur flutt fyrirlestra um strauma og stefnur og framtíðarsýnir víða um heiminn. Meðal annars hefur hann unnið að verkefninu framtíðarborgir Afríku og skrifað framtíðarsýnir í smásöguformi fyrir Fast Future Publishing í London. Hjörtur rekur eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn sem veitir ráðgjöf um nýsköpun, markaðssetningu og hugmyndaþróun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisstjórnir. Meðal nýlegra verkefna sem Hjörtur hefur komið að eru ráðgjöf fyrir forna borg í Armeníu, niðurnýtt hverfi í Kaupmannahöfn, ríkisstjórn Zimbabwe og finnskt geimferðafyrirtæki.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina