Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

  • Producer
  • Camera operator
  • psychiatric nurse
  • Storytelling

Ég vinn sem geðhjúkrunarfræðingur og hef ástríðu fyrir sögum fólks. Ég er forvitin að eðlisfari og hef einlægan áhuga um hvaða lífssaga hefur komið einstakling á þann stað sem hann er á í dag. Einnig hvernig ég get mætt viðkomandi á þeim stað sem hann er til að öðlast aukinn skilning á sjálfum sér. Ég hef einnig óbilandi þekkingarþörf og finnst mér gott og gagnlegt að miðla þeirri þekkingu sem ég hef öðlast. Ástæðan fyrir því að ég fékk upphaflega áhuga á kvikmyndagerð er að þar er gott tól til að miðla áfram því sem er forvitnilegt og áhugavert í mannlegri veröld. Ég hef tekið þátt í verkefnum sem eru til þess fallin fá áhorfendur til að hlæja eða spyrja sig spurninga.


Einnig hef ég tekið þátt í að skrifa, framleiða og leika í jóladagatali ætlað börnum þar sem við fylgdum eftir frændsystkinum sem leituðu að hinni fullkomnu jólagjöf fyrir ömmu sína og afa ásamt því að hitta fyrir kynlega kvisti og spyrja sig að því hvað raunverulega skiptir máli. 


Ég hef menntað mig í hjúkrun sem sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og hef meistaragráðu í klínískri geðhjúkrun. Menntunin hefur aukið færni mína til að taka þann skilning á efni sem ég hef öðlast og gera hann skiljanlegri fyrir aðra í gegnum fræðslu og kennslu. Ég hef því öðlast færni í samskiptum og langar að miðla til annarra það sem vekur áhuga minn og ég hef trú á að veki áhuga annarra. Því meira sem við lærum um lífssögu hvers annars því víðsýnni og skilningsríkari verðum við um samferðafólk okkar sem ég trúi að geti gert heiminn að betri stað fyrir okkur öll.


Ég er einnig svo lánsöm að eiginmaður minn er kvikmyndagerðamaður sem hefur kennt mér inn á heim kvikmyndagerðar til að segja sögur og móta efni til að koma því sem best fram. Við erum gott teymi þar sem við höfum ólíkan bakgrunn í menntun en þegar við nýtum báða heima eru möguleikarnir endalausir.


Verkefnið Móðuróður leiðin til Indlands er mér mjög hjartfólgið þar sem Friðrik er æskuvinur minn sem ég hef þekkt alla mína ævi. Maya er besta vinkona mömmu minnar frá því áður en ég fæðist sem hefur samofið okkar fjölskyldur í gegnum tíðina. Um leið og útvarpsþátturinn Móðuróður: Ugla sat á kvisti var kominn í loftið og upp kom hugmynd um Maya færi út með börnunum sínum vissi ég að þetta væri saga getur snert fleiri. Ég bauð okkur Ragnar eiginmann minn fram til að fara með og taka upp ferðalagið og undirbúninginn því þetta verkefni snertir okkur þar sem vináttan og tengslin í gegnum tíðina eru sterk.

 

Nokkur fyrri upptöku og kvikmyndaverkefni sem ég hef tekið þátt í:

https://www.facebook.com/joladagatalnonnaoglaugu

https://www.facebook.com/TheRas872/

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina