Haraldur V. Sveinbjörnsson er klassískt menntað tónskáld, en er einnig þekktur sem gítarleikari og lagasmiður sveitarinnar Dead Sea Apple, hljómborðsleikari og einn söngvara Manna ársins og nú nýverið bassaleikari í Buff, auk þess að hafa starfað náið með sveitum eins og Dúndurfréttum og Skálmöld. Hann vann sænsku tónlistarverðlaunin "Morgondagens tonsättare" árið 2004 fyrir hljómsveitarverkið „Sjö byltur svefnleysingjans“ og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir sama verk árið 2005 en hann hefur alls verið tilnefndur fjórum sinnum í hinum og þessum flokkum.
Þá hefur hann unnið með og útsett fyrir fjölda tónlistarmanna, t.a.m. Bubba, Björgvin Halldórsson, Baggalút, Megas, Pál Óskar, 200.000 naglbíta, Fjallabræður, Buff, Dimmu, Kontinuum, Regínu Ósk og færeyska tónlistarfólkið Lenu Anderssen, Lív Næs og Trónd Enni. Hann hefur líka átt útsetningar á fjölmörgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með innlendum listamönnum. Má þar nefna hina geysivinsælu Skálmaldartónleika 2013 sem vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna nýverið í flokknum Tónlistarviðburður ársins, Hátíðartónleika FTT 2013, Pál Óskar & Sinfó 2010 & 2011, Dúndurfréttir & SÍ 2007 (Pink Floyd The Wall) og Söngbók Gunnars Þórðarsonar 2009. Haraldur gaf út í vor sína fyrstu sólóplötu undir merkjum Red Barnett.
Haraldur V. Sveinbjörnsson is a four-time Icelandic Music Awards nominee, known to many in Iceland as a diverse instrumentalist, composer, producer and a songwriter. He also has made a name for himself as an arranger and orchestrator for iconic Icelandic classical, pop and rock artists. He has worked closely with the Iceland Symphony Orchestra doing orchestrations for many of their most popular concerts. Most recently his collaboration with heavy metal band Skálmöld and the ISO resulted in three sold-out concerts and a hugely successful live CD/DVD. The concerts later won the Icelandic Music Awards for the Musical Event of the Year. Haraldur recently released his first solo album as Red Barnett.