Ágústa Arnardóttir

  • Creative

Ég heiti Ágústa Margrét Arnardóttir og er 5 barna móðir á Djúpavogi, fyrrverandi sjómaður til 12 ára, hef rekið mitt eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki frá árinu 2007 og hef verið með ferða- og fjölskyldu instagram, facebook og snapchat með börnunum mínum frá því sumarið 2017.


Um það leiti sem fimmta barn mitt og mannsins míns fæddist fór áhugasvið mitt og sýn á lífið að breytast töluvert. Ég þráði að auka gæðastundir fjölskyldunnar, efla tengsl okkar og bæta samskipti. Sameiginleg áhugamál okkar, ekki síst útivist og sköpun, hafa gert okkur sem einstaklinga og sem fjölskyldu, alveg ólýsanlega gott og gjörbreytt lífi okkar.


Við höfum leyft fólki að fylgjast með okkur í gegnum miðlana okkar og þar að leiðandi veit ég að áhugi og þörf foreldra fyrir upplýsandi efni um hvað er hægt að gera, hvar, hvernig og hvenær er mikill. Og veit ennfremur að þessar upplýsingar og fleiri ættu að berast beint til barna og ungmenna. Þess vegna vil ég gefa út hvetjandi og eflandi tímarit fyrir þann hóp.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina