Emil Hjörvar Petersen

Novelist, poet, scriptwriter

Velkomin! Emil Hjörvar heiti ég, rithöfundur og ljóðskáld. Tvær skáldsögur og þrjár ljóðabækur eftir mig hafa komið út, en þriðja skáldsagan í þríleiknum Saga eftirlifenda er væntanleg núna í haust.

„Dúndurgóð íslensk fantasía.“ - Morgunblaðið

„Heimurinn er sannfærandi sem Emil býr til og frásögnin er skemmtileg.“ - Kiljan

„Við mælum hiklaust með henni fyrir alla aðdáendur norrænna goðsagna, heimsenda og/eða urban fantasía.“ - Nexus

Ég hef sem sagt lokið við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Saga eftirlifenda, sem gefinn er út undir merkjum höfundaforlagsins Nykurs. Þetta er umfangsmikil saga um æsina sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra í heimi sem þeir misstu stjórn á (sjá nánar: http://eftirlifendur.is/. Í umfjöllunum hefur sagan verið sögð eitt af brautryðjendaverkunum á sviði íslenskra furðusagna, því hún er ein fyrsta sinnar tegundar á Íslandi: Furðusaga fyrir fullorðna lesendur (póst-apokalýptísk fantasía). Þar að auki hefur hún fengið lof gagnrýnenda og öðlast þúsundir lesenda. Svo mætti nefna að sagan er kennd í nokkrum framhaldsskólum meðfram norrænu goðafræðinni.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina