Viðar Reynisson

Viðar er viðskiptafræðingur með brennandi áhuga á matargerð. Hann hafði unnið í bankageiranum frá útskrift, en alltaf blundað í honum að fara í eigin rekstur og þá helst eitthvað tengt matargerð. Hugmyndin að kartöfluflögugerð kviknaði í Hornafirði þar sem bændur voru farnir að rækta repju og framleiða matarolíu sem hliðarbúgrein með kartöfluræktinni. Þarna var komið aðal hráefnið til framleiðslu á kartöfluflögum. Þegar framleiðsluaðferðin var svo langt komin lagði hann glaður jakkafötin á hilluna og sagði upp í bankanum.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina