Hlynur Kristjánsson

Ég er Hlynur Kristjánsson og er áhugaljósmyndari á Ísafirði. Ég vinn sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar.

Myndavélin hefur verið hangandi utan á mér síðustu 6 árin, mest hef ég fengist við landslagsljósmyndun ásamt einstaka viðburða/módel myndum. Fyrir mér er frelsið sem fylgir ljósmynduninni mest heillandi, að liggja í snjónum á köldu vetrarkvöldi að bíða eftir norðurljósum eða sitja á stein í fjörunni að fylgjast með sólarlaginu er ómetnalegt og gott fyrir líkama og sál.

Þegar ég er ekki með myndavélina utan á mér hef ég gaman af því að fara út að hlaupa ásamt því að fljúga um á gönguskíðum á veturna og ganga um íslenska náttúru á sumrin. Hef ég tekið þátt í nokkrum hlaupum og m.a. farið til kongsins Kaupmannahöfn og hlaupið hálfmaraþon.

Auk þessa þá spila ég á bassa og ef gert síðan ég var lítill púki heima á Flateyri. Í dag spila ég með hljómsveitinni Kraftlyftingu.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina