Dominique Sigrunardottir

  • Actring
  • creative consultant

Dominique Sigrúnardóttir er 31 árs leikkona og leikstjóri. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu af leikarabraut árið 2015. Dominique hefur leikstýrt stuttmyndum, tónlistarmyndbandi og menntaskólasýningum. Þær sýningar sem hún leikstýrði fyrir Listafélag Verzlunarskólan Íslands; THE BREAKFAST CLUB og SKÖMM, nutu mikilla vinsælda. Dominique er einnig höfundur verksins, SKÖMM

 

Undanfarin tvö ár hefur Dominique starfað aðallega við íslenska kvikmyndagerð; í aðstoðarleikstjórateymi Ragnars Bragasonar við tökur á sjónvarpsþáttunum FANGAR og einnig sem aðstoðarleikstjóri og við leikaraval fyrir nýjustu kvikmynd Benedikts Erlingssonar, KONA FER Í STRÍÐ.

 

Dominique mun hefja Meistaranám í Ritlist við Háskóla Íslands í haust, þar mun hún vinna að eigin handriti að sjónvarpseríu sem byggir á raunveruleika íslensks ungs fólks.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina