Baltasar Breki er 29 ára leikari og kvikmyndagerðarmaður. Breki, eins og hann er iðulega kallaður, útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið að vinna sem atvinnuleikari síðan þá. Sviðsupsteningar sem hann hefur leikið stór hlutverk í eru meðal annars SPORVAGNINN GIRND, Í HJARTA HRÓA HATTAR og DJÖFLAEYJAN.
Baltasar hefur einnig verið að vinna við kvikmyndagerð síðan hann var 15 ára gamall í allflestum deildum hennar; framleiðsludeild, ljósadeild, effektadeild og leikmyndadeild svo eitthvað sé nefnt.
Hann er hinsvegar þekktastur fyrir hlutverk sitt í hinum geisivinsælu sjónvarpsþáttum ÓFÆRÐ og bíómyndinni VARGUR sem kom út núna í vor 2018. Upp á síðkastið hefur hann verið að færa sig meira yfir í kvikmyndatöku og leikstjórn og leikstýrði núna síðast tónlistarmyndbandi fyrir rafhljómsveitina GUS GUS.
https://www.imdb.com/name/nm1021138/?ref_=nv_sr_1