Sigurþór Hallbjörnsson


Ég er myndlistarmaður og hef nær eingöngu starfað sem slíkur í rúm tuttugu ár. Ég hef meðfram starfað sem ljósmyndari fyrir dagblöð og tímarit.

Síðustu ár hef ég starfað mikið með hinum ýmsu hljómsveitum og hljómlistarmönnum. Ég kynntist Óskari Guðjónssyni þegar ég tók myndir fyrir plötuumslag, plötu sem hann var að gera með lögum Jóns Múla. Síðan þá, einhverntíma seint á síðustu öld, höfum við verið góðir vinir. Því var það sem Óskar hringdi í mig þegar ég var að fara að sýna 111 á listahátíð til að athuga hvort ekki vantaði tónlistaratriði á opnuninni.


LP platan sem við erum að safna fyrir eru lög sem voru flutt á opnun sýningarinnar, af brass landsliði Íslands.



Facebook

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina