Útgáfufyrirtækið Ástríki ehf. var stofnað árið 2010 af bókmenntafræðingunum Ástu Gísladóttur og Auði Aðalsteinsdóttur og gaf um fjögurra ára skeið út menningartímaritið Spássíuna. Árið 2012 hófst einnig útgáfa fyrirtækisins á nýrri þýðingu á bókaflokknum um Önnu í Grænuhlíð og hafa allar átta bækurnar í þeim flokki komið út; sú fyrsta, Anna í Grænuhlíð, árið 2012 og sú nýjasta, Rilla á Arinhæð, árið 2024. Árið 2021 gaf Ástríki jafnframt út myndlistarbókina Brim hvít sýn, sem fjallar um textaverk Jónu Hlífar Halldórsdóttur.