Hanna Margrét Úlfsdóttir er fædd árið 1988, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla árið 2012 og er sem stendur í kennaranámi við Háskólann á Akureyri.
Hanna hefur áhuga á bókmenntum, kvikmyndum, tækni, umhverfisvernd og fleiru. Hún á þrjú börn á aldrinum 4 mánaða til 10 ára. Hanna kynntist taubleyjum eftir að hún eignaðist sitt þriðja barn og heillaðist af þeim.
Mikil þörf er á því að kynna taubleyjur fyrir fólki vegna þess að bréfbleyjur eru mikil ógn fyrir umhverfið og auk þess eru taubleyjurnar svo fallegar.