Sigrún Edda útskrifaðist sem hestafræðingur frá LBHÍ og Hólum árið 2014 og starfar nú á búvörudeild Sláturfélags Suðurlands. Auk áhuga á hestum og flest öllum dýrum, hefur Sigrún alltaf verið dugleg að stunda hverskonar föndur. Saumaskapur hefur undanfarið verið hennar helsta áhugamál, en hún saumar barnavörur undir merkinu Brák í gegnum Facebook.
Í mars 2016 eignaðist Sigrún sitt fyrsta barn, hann Kára Halldór. Eftir það kynntist hún taubleyjum en hún hefur umsjón með (ásamt fleirum) taubleyjulánspökkum sem er hægt að fá í 10 daga án gjalds.
Hingað til hefur vantað skýrari leiðbeiningar og einfaldari leið til að kynna sér taubleyjur, en undanfarnar vikur og mánuði hefur Sigrún ásamt öðrum unnið að því að búa til bækling fyrir byrjendur í taubleyjum.
Stefnt er á að koma honum í prentun með aðstoð söfnunar á Karolina Fund og gefa svo heilsugæslum og fæðingarstofum eintak