Ragnheiður Ólafsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og taldi sig vera borgarbarn fram í fingurgóma þar til hún kynntist Flateyri.
Hún hefur starfað sem heilsunuddari í 11 ár og menntað sig á því sviði bæði hérlendis sem erlendis. Hún á ættir að rekja til ísafjarðar og þingeyrar en hjartaræturnar voru ekki lengi að stinga sér niður á Flateyri þegar fjölskyldan fór að venja komur sínar þangað.
Sambýlismaður Ragnheiðar er Geir Magnússon og saman eiga þau tvær dásamlegar dætur á unglingsaldri sem bera sama hug og foreldrarnir til eyrarinnar fögru í vestri.