Geir Magnússon er ljósameistari og hefur unnið sem slíkur við kvikmyndir og sjónvarp í hartnær tuttugu ár og þar á undan í leikhúsum og sjónvarpi. Geir hefur unnið við gríðarlegan fjölda innlendra og erlendra kvikmynda og unnið með fólki á borð við Russel Crow, Tom Cruse, Stein Ármann, Anthony Hopkins og Ladda svo fátt eitt sé nefnt. Geir hefur á langri ævi fengist við ýmislegt annað t.d sjómennsku, bókband, útgerð og ótal margt annað. Nú eyðir hann öllum sínum frítíma á Flateyri og getur ekki hugsað sér annað.
Flateyri kynntist hann fyrst þegar hann vann þar við kvikmyndina París norðursins og sumarið eftir við myndina Þresti. Það var ást við fyrstu sýn.