Hrund útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2003. Hún starfaði við sérfræðiþjónustu skóla frá 2003, fyrst í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá 2005. Þar sinnti hún einkum greiningum, ráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna, handleiðslu og fræðslu til foreldra og starfsfólks skóla.
Einnig utanumhaldi og handleiðslu vegna Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun (PBS) og utanumhaldi og námskeiðum í PMT-O foreldrafærni.
Hrund var stundakennari í MA námi náms- og starfsráðgjafa HÍ í alls þrjár annir og stýrði ásamt Margréti Birnu kúrsinum „Persónulegir og félagslegir erfiðleikar nemenda“.
Hrund lauk sérfræðinámi í PMT foreldrafærni árið 2008 og hefur síðan þá sinnt PMT meðferð fyrir foreldra og haldið PMT foreldrafærninámskeið. Einnig kemur hún að kennslu nýrra meðferðaraðila í meðferðaraðilamenntun á vegum PMT-O foreldrafærni.
Hrund kom á fót, hafði í nokkur á umsjón með og stýrði sumarbúðunum Stelpur í stuði sem haldnar eru í Kaldárseli og eru ætlaðar stúlkum með ADHD og skyldar raskanir.
Hrund hefur setið í stjórn Sálfræðingafélags Íslands frá árinu 2010, sinnti stöðu gjaldkera félagsins frá 2011 og hefur verið formaður frá 2013.