Elsa G. Björnsdóttir

A deaf filmmaker from Iceland

Ég útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2010. Árið 2015 skrifaði ég, framleiddi og leikstýrði fyrstu stuttmyndinni minni, "Sagan Endalausa" sem síðar sama ár hlaut verðlaun sem besta myndin á Clin d'Oeil hátiðinni í Reims í Frakklandi.

Siðan þá hef ég sett alla ástríðu og orku í að framleiða nýjustu stuttmyndina "Kári", sem ég reyndar skrifaði og leikstýrði líka.

Viðtal sem var tekið við mig um aðdraganda og ástæður þess að ég fór út í gerð þessarar stuttmyndar sem sjá má hér: http://kvikmyndaskoli.is/2016/09/10/skuffuhugmyndin-ad-verda-veruleika-kari-er-ny-mynd-elsu-g-bjornsdottur/

Núna þarf ég fjárhagslegan stuðning frá ykkur svo hægt sé að klára alla eftirvinnslu á Kára, þá sérstaklega hljóðvinnslu og tónlist.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina