Sigríður Ævarsdóttir

Võruþróunarstjóri Pure Natura -fæðubót úr íslenskum matvælum

  • jarðmóðir
  • jarðtenging
  • heilsuefling
  • næringarfræði
  • grasa og náttúrufræði
  • Bóndi

Please note: A translation of this text in English can be found below the one in Icelandic.


Ég heiti SigríðurÆvarsdóttir og er vöruþróunarstjóri Pure Natura.

Ég hef gríðarlega trú á íslenskri náttúru sem uppsprettu hágæða matvæla og er fullviss um að það hráefni sem við erum að vinna með, úr lambakjöti og villijurtum er einhver besta, náttúrulega og hreinasta fæðubót sem hægt er að fá.
Að tengja saman heilsu og náttúru er það sem við hjá Pure Natura gerum. Markmiðið er að byggja upp bætiefnaframleiðslu sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi, þannig að hægt sé að nota ýmsan næringarríkan innmat, kirtla og líffæri úr sláturlömbum sem ekki eru nýttir sem skyldi í dag. Búa til úr þessum hliðarafurðum verðmæta hollustuvöru fyrir neytendur, minnka sóun matvæla í sláturiðnaði, auka tekjur bænda og minnka kostnað sláturhúsa við förgun þessara dýrmætu efna. Draumurinn er að allir græði á þessu verkefni.
Með því að þurrka (við lágan hita) og mala hráefnið eins og gert er hjá Pure Natura, er lítið mál að setja í belgi og töflur mikið magn góðra, vel nýtanlegra næringarefna. Það gerir þér kleyft að njóta þeirrar gagnsemi sem af neyslu þeirra hlýst fyrirhafnarlítið, með því mataræði sem þú annars hefur.

Hlutverk mitt hjá Pure Natura er að ákveða hvaða vörur eru framleiddar, samsetningu hráefnisins ásamt því að svara fyrirspurnum og semja texta fyrir vefsíðu, blog og kynningarefni. Við val á hráefni horfi ég til þeirra einstöku aðstæðna sem sauðfjárbúskapur á Íslandi býr við, en hann á sér vart hliðstæðu í heiminum fyrir margra hluta sakir. Hreinleiki afurða er þar í lykilhlutverki. Við erum að tala um hreinleika þess umhverfis sem lambið vex upp í þ.e. hreint loft, vatn og fóður, sem og hreinleika þegar kemur að lyfja - og efnagjöf hvers konar. Íslenskt lambakjöt mætti nánast flokka sem villibráð og úr því hráefni er uppistaðan í vörum Pure Natura. Fyrstu vörurnar sem koma á markað eru unnar úr lifur og hjörtum og í þær blandað íslenskum villijurtum, ekki minna hreinum en lambakjötið.

Ég kalla mig jarðarmóður og hef verið starfandi bóndi í rúm 30 ár, er menntaður hómópati frá College of Practical Homoeopathy í London með viðbótarnám í hómópatíu fyrir hesta frá Institut Kappel Wuppertal í Þýskalandi. Einnig hef ég lokið námi í lífrænum landbúnaði frá Landbúnaðarháskólanum áHvanneyri og kennsluréttinda-námi í Vistræktarhönnun (Permaculture DesignCertificate Course) sem haldið var á vegum Norsk Permakultur Forening á Íslandi árið 2014.
Rak um nokkurra áraskeið meðferðarstofuna Heilsubót í Borgarnesi, var einnig formaður Heilsuhringsins (óháður upplýsingamiðill um heilsu velferð og vellíðan) og framleiddi og seldi jurtablönduna Lúpínuseyði Ævars (föður míns).
Ég hef skrifað greinar og birt í ýmsum tímaritum, blöðum og á netinu um heilsutengd mál og málefni sjálfbærs landbúnaðar og haldið námskeið um sama efni undir heitinu "Það sem máli skiptir".
Þegar tími gefst til mála ég og teikna fyrir sjálfa mig og aðra, sjá Kúns Handverk. Eiginmaður minn og ég rekum til margra ára starfsemi sem kallast Harmony.
_

English version:

My name is Sigríður Ævarsdóttir and I am the VP of product development at Pure Natura.

I have an enormous faith in Icelandic nature as a source of high quality food. I´m sure that the raw material from lambs organ meat and the wild herbs that we are working with, are some of the best, natural and cleanest food derived supplements available.
Combining health and nature is what we at Pure Natura do. Our goal is to establish a sustainable food supplement production and make use of the many nutritious, precious organs and glands of slaughtered lambs which are not utilized properly today. Create from these side products valuable health products for consumers, reduce food waste in the slaughter industry, increase the income of farmers and reduce costs of slaughterhouses for disposal of these materials. The dream is to make everyone involved benefit from this project – win win solution.
By drying and grinding the raw material, as is done with Pure Natura´s products, it´s easy to put a huge amount of good nutrition in concentrated form in capsules and pills and consume them with your normal diet without any additional effort.

My role in Pure Natura is to determine which products are manufactured, what ingredients we use, as well as to answer questions and write text for our webpage, blog and promotional materials. In the selection of raw material, I first and foremost look at the unique circumstances that sheep farming in Iceland has. For many reasons, that is almost unparalleled in the world, with the purity of products being number one; purity of the environment in which the lamb grows up in (ie clean air,water and feed) and also purity when it comes to drugs-and toxic use of any kind. Icelandic lamb can almost be classified as wild game, and that raw material is the main feature of Pure Natura products.
The first products coming on the market are derived from lamb liver and heart mixed local wildherbs.

I define myself as an earthmother and I´ve been a farmer for over 30 years. I am an educated homoeopath from the College of Practical Homoeopathy in London with an additional training in homoeopathy for horses, from Institut Kappel Wuppertal in Germany.
Also, I have a diploma in organic agriculture from the Agricultural University and a teaching degree in Permaculture Design held on behalf of Norsk Perma Kultur Forening in Iceland in 2014.
For several years I ran a health clinic in Borgarnes, was also a chairman of the health-magazine Heilsuhringurinn (independent source of information about the health welfare and well-being) and produced and sold a herbal preparation named Ævars Lupin tea for couple of years.
I have written articles about health related matters and issues of sustainable agriculture and had them published in various magazines, newspapers and on the internet. I´ve also held courses on the same subjects under the title "What matters". When there is time, I do some artwork and paint and draw pictures for myself and others. Together with my husband we have for many years run the operation InHarmony.

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland | Powered by Karolina