Benjamín hefur aldrei komið að bókaútgáfu áður enda er hann, á Karolinafund, bara framendi fyrir félagsskapinn "Bossa blossa" sem eru gamlir félagar úr knattspyrnudeild Aftureldingar. Þessi prófíll er fyrst og fremst skapaður til reyna að safna fé fyrir einn þeirra, Lárus Jónsson, sem í lok knattspyrnuferilsins greindist með MS sjúkdóminn. Bossa blossar hafa árum samam haldið sambandi við Lalla og fært honum ýmislegt smálegt í gegnum tíðina til að auðvelda honum lífið.