Lára SóleyJóhannsdóttir, fiðluleikari og söngkona, ólst upp á Húsavík og hóf þar tónlistarnám 6 áragömul. Að lokinni útskrift frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001 hélt Lára til framhaldsnáms í Bretlandi og útskrifaðist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006. Síðan þá hefur Lára starfað sem fiðluleikari og söngkona á Íslandi, auk þess sem hún hefur fengist við kennslu og verkefnastjórn. Lára hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 og var útnefndur Bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016. Lára hefur frá haustinu 2015 verið konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurland og kemur reglulega fram með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum.
Lára Sóley gaf út vögguljóðaplötuna Draumahöll sem hún vann í samstarfi við píanóleikarann og upptökustjórann Stefán Örn Gunnlaugsson í júní 2015. Platan er ætluð yngstu kynslóðinni og eru vögguvísurnar fléttaðar saman í eina heild.
Lára og Hjalti, eiginmaður hennar, byrjuðu að koma saman fram árið 2006. Þau hafa á þessum tíu árum spilað við óteljandi tækifæri af ýmsum toga hér heima og erlendis. Árið 2013 gáfu þau út sína fyrstu plötu sem fékk frábærar viðtökur. Á plötunni eru þekkt íslensk og erlend dægurlög, ásamt einu frumsömdu lagi.
Lagið Eina nótt náði 3. sæti vinsældarlista Rásar 2 í ágúst 2013.
Hjalti og Lára vinna nú að sinni annarri plötu í samstarfi við fjölda norðlenskra listamanna. Upptökustjórn er í höndum Stefáns Arnar Gunnlaugssonar. Stefnt er að því að platan komi út í lok ágúst 2016, takist að fjármagna verkefnið. Hægt verður að heita á Hjalta og Láru hér á Karolinafund von bráðar. Á plötunni verða 11 lög, þar af 10 ný lög eftir Hjalta og Láru.