Guðmundur Bergkvist nam við Kvikmyndaskóla Íslands 1998-1999 og hefur síðan unnið sem kvikmyndatökumaður, leikstjóri, klippari og dagskrárframleiðandi við gerð sjónvarpsefnis og heimildarmynda.
Guðmundur Bergkvist hefur bæði unnið hjá RÚV og verið sjálfstætt starfandi og hefur gert heimildarmyndirnar Börn til sölu (2009) Reynir Pétur gengur betur (2010) Guðrún (2012) Fáskrúðsfjörður - brot úr sögu bæjar (2015) og Fjallkóngar (2017)
Auk þess hefur hann unnið að einni leikinni kvikmynd, Tala úr sér vitið (2004), leikstýrt tónlistarmyndböndum, unnið við fréttir og fjölda sjónvarpsþátta sem kvikmyndatökumaður og klippari. Hann hefur einnig starfað sem dagskrárframleiðandi í Kastljósi og ýmsum þáttum hjá RÚV.