Áslaug heiti ég og er 19 ára nýstúdent. Ég er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og hreyfihömluð en læt það ekki á mig fá í daglegu lífi enda ekkert annað í boði. Ég sit í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu auk þess sem ég er í stýrihópi Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Ég vil að allir séu jafnir óháð útliti, kyni, kynþætti, kynhneigð og síðast en ekki síst líkamlegu og andlegu ástandi. Þess vegna er jafnréttisbaráttan mér svona mikilvæg, fólk er jafn fjölbreytt og það er margt.