félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
Um Fjólu
Fjóla er félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmuna- og félagsmálum sinna félagsmanna. Félagið er eina hagsmunafélag daufblinds fólks á Íslandi.
About Fjóla
Fjóla is an association for people with visual and hearing impairments. Its purpose is to work for interest and welfare of their members. The association is a grouping for deafblind in Iceland and the only one of its kind.
Heimildarmyndin (english below)
,,Manneskja eins og þú" er 30 mínútna heimildarmynd um mannréttindamál fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu samhliða helstu baráttumálum þeirra. Lífsgæði fólks með fötlun sem þessa eru verulega skert og þeim ekki boðið að sitja við sama borð og aðrir þegnar samfélagsins.
Með þessari mynd viljum við upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðu fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Við fjöllum um helstu baráttumál þeirra og leitumst eftir svörum við þeim fjölmörgu spurningum sem brenna á vörum okkar er varðar bætt aðgengi að samfélaginu og sjálfsögð mannréttindi fólks.
Við trúum því að þessi mynd muni verða bæði fræðandi og uppbyggileg fyrir þá sem á hana horfa enda er það markmið okkar. Með því að styrkja okkur hér á Karolina fund getur myndin orðið að veruleika og verðum við þér/ykkur innilega þakklát fyrir.
Látum málefni annarra okkur varða og hjálpumst að, þannig verðum við sterkari heild sem samfélag.
The documentary
„ Human like you“ is a 30 minute long documentary about the rights of people who have intergrated vision- and hearing imparities, and their fight for equal rights. The quality of life for people with disabilities such as these is significantly reduced and they do not have the same oppurtunities to be valid members of the society.
With this documentary we want to inform goverments and the general public about the circumstances that people who have intergrated vision- and hearing impairities are in, in a positive and constructive way. In the documentary we cover their main campaining matters and seek to answer all the multible questions that we have regarding their improved access to society and human rights
We believe that this documentary will both be educating and constructive for those who watch it, as that is our goal. By supporting our film here on Karolina fund, this film can become a reality and for that we will be forever grateful.
Let these issues relate to us so we can become stronger as a society.
Bíó Paradís hefur boðið okkur að forsýna myndina hjá sér
Marjakaisa Matthíasson ætlar að texta myndina á finnsku