Friðrik Agni Árnason

  • Project manager
  • cultural manangement
  • dance
  • Writing

Friðrik Agni er 36 ára Reykvíkingur. Sonur Árna Steingrímssonar og Mayu Jill Einarsdóttur sem fæddist á Indlandi. Friðrik hefur búið víðsvegar um heiminn; í Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð og Dubai en hefur aldrei farið til Indlands. Fyrir honum er það eitthvað stærra en bara að fara í frí. Þess vegna ákvað hann að fara af stað með marglaga verkefni sem byrjaði í útvarpi og þar sem endirinn er í raun ferðalagið út á upprunaslóðir Mayu. Það hefur tekið smá tíma að móta og ákveða ferðalagið enda ekki einfalt skrepp. Og sérstaklega ekki þegar unnið er að því að dókumenta ferlið allt saman. Bæði ferðalagið sjálft bókstaflega en líka allt sem því mun tilheyra, eins og tilfinningar og hughrif.

Friðrik er menntaður í listrænni stjórnun og menningarstjórnun. Hann hefur verið verkefnastjóri Listahátíðar í Reykjavík og stýrt fjölda viðburða á vegum hátíðarinnar. Einnig hefur hann haft umsjón með Unglist, Músíktilraunum og Skapandi sumarhópum á vegum Hins Hússins. Ennfremur hefur hann tekið að sér hlutverk ráðgjafa og verkefnastjóra hjá UNICEF á Íslandi og stýrði m.a. stórum stjónvarpsþætti fyrir samtökin í samstarfi við RÚV. Þess fyrir utan skrifar Friðrik vikulega pistla hjá Mannlíf, hefur gefið út ljóðabók og svo kennir hann dans, einkaþjálfar og skemmtir fólki við allskyns tilefni.

Friðrik Agni er ástríðufullur þegar kemur að fólki, sögu, tengslamyndun og lífinu almennt.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina