Hildur er 3 barna móðir sem er fædd og uppalinn í Hafnarfirði. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC. Hún sinnir heimaþjónustu og brjóstagjafaráðgjöf. Einnig er hún með námskeið um brjóstagjöf á netinu. Hún hefur víðtæka starfsreynslu í fæðingarþjónustunni og hefur um árabil unnið við að styðja og styrkja konur og fjölskyldur í brjóstagjöf. Hún hefur m.a starfað Í Heilsugæslunni, Ljósmæðravakt HSS og á öllum deildum Landspítalans í fæðingarþjónustu. Hildur er einnig einn af stofnendum Bjarkarinnar og hefur er nú aðsetur þar ásamt því að starfa á meðgöngu og sængurlegudeild Landspítala.