Hulda Sigurlína Þórðardóttir

  • Ljósmóðir
  • Hjúkrunarfræðingur
  • Brjóstagjafaráðgjafi IBCLC

Hulda Sigurlína eða Hulda Lína eins og hún er oftast kölluð er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi. Hún er þriggja barna móðir og amma fjögurra barna. Hún hefur starfað sem ljósmóðir á fæðingardeild Landspítala og HSU. Hún hefur einnig starfað sem brjóstagjafaráðgjafi á Heilsugæslunni, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Hún hefur stýrt foreldrafræðslu um brjóstagjöf, umræðuhópum mæðra um brjóstagjöf, unnið sem ljósmóðir í heimaþjónustu eftir fæðingu og hefur sinnt brjóstagjafaráðgjöf í formi vitjana í mörg ár. Hún opnaði nýlega heimasíðu - https://vonibrjosti.is/ - þar sem hún býður upp á námskeið í brjóstagjöf ásamt stuðningi á meðan á brjóstagjöf stendur. Hún starfar nú á Fæðingarheimili Reykjavíkur, Hlíðarfæti 17 og tekur þar á móti fjölskyldum með vandamál við brjóstagjöf.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina