Ingibjörg Eiríksdóttir

  • Hjúkrunarfræðingur
  • Brjóstagjafaráðgjafi IBCLC
  • Ljósmóðir

Ingibjörg er hjúkrunarfræðingur BS og ljósmóðir MSc.

Hún tók alþjóðlegt brjóstagjafaráðgjafapróf (IBCLC) árið 2001 og hefur endurnýjað það reglulega. Starfaði á fæðingardeild Landspítalans í 15 ár og starfaði síðan í 10 ár hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Við mæðra- og ungbarnavernd og við brjóstagjafaráðgjöf. Starfaði sem sérfræðingur í brjóstagjöf á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og einnig sérfræðiljósmóðir í tvíburameðgöngum í 10 ár í Göngudeild mæðraverndar á LSH. Hún hefur alla tíð verið stundarkennari og klínískur lektor í ljósmóðurfræði H.Í. Hefur haldið mörg námskeið um fæðingarfræðslu, um brjóstagjöf og um tvíburameðgöngur og fæðingar í gegnum árin. Einnig sinnt heimaþjónustu ljósmæðra síðan 1993, sem innifelur sængurlegu umönnun á heimili mæðra á fyrstu viku eftir fæðingu ásamt því að sinna brjóstagjafarágjöf í heimahúsi. 

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina