Fríða er tveggja barna móðir frá Bolungarvík. Hún er menntuð sem hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjaráðgjafi IBCLC með yfir áratuga reynslu af því að styðja og styrkja konur í brjóstagjöf. Hennar aðalstarf er á Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans þar sem hún sinnir því sérverkefni að efla upphaf brjóstagjafar á Landspítala. Fríða heldur einnig námskeið fyrir verðandi foreldra, kennir heilbrigðisstarfsfólki, sinnir heimaþjónustu eftir fæðingu ásamt því að sinna sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf. Brjóstagjöf og stuðningur við konur í brjóstagjöf er ekki bara starfsvettvagngur fyrir Fríðu heldur einnig áhugamál.