Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og verkefnastjóri. Hún hefur skrifað bækur, hljóðbækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir börn. Eva Rún útskrifaðist úr námi í skapandi leiðtogafræðum í skólanum Kaospilot í Danmörku árið 2006 og hefur fjölbreytta reynslu af því að stýra menningarviðburðum.
Eva Rún hefur margra ára reynslu af því að vinna með börnum; Hún kennir krökkum skapandi skrif og hefur leikstýrt krökkum við upptökur á sjónvarpsefni. Eva Rún starfaði á KrakkaRÚV í þrjú ár og framleiddi m.a. Stundina okkar, ásamt því að skrifa handrit og leikstýra, og hlaut þátturinn Edduverðlaunin 2021 undir hennar stjórn.