Hafdís Óskarsdóttir

Iðjuþjálfi, Frumkvöðull, Hugsjónamanneskja, EAGALA professional

Ég heiti Hafdís Bára Óskarsdóttir og er menntaður og starfandi iðjuþjálfi. Ég hef frá því að ég man eftir mér haft gríðarlegan mikinn áhuga á því að aðstoða fólk á einn eða annan hátt. Með árunum þróaðist þetta í að vilja veita öðrum stuðning í sínum andlegum erfiðleikum. Ég sjálf leitaði mikið til dýra fyrir slíkan stuðning sem gerði að verkum að áhugi minn að nýta dýr í meðferðarúrræði jókst. Ég fór svo loks árið 2019 til Danmerkur og náði mér í leyfi til þess að starfa sem equine assisted therapist (fagaðili sem nýtur hesta í meðferðir) í gegnum Eagala samtökin. 


Hugmyndin af Vonarljós hefur svo blundaði í mér í nokkur ár og finnst mér rétti tíminn til þess núna að leggja af stað í þetta ferðalag. Hugmyndin er að byggja upp geðheilsumiðstöð með meira óhefðbundnum meðferðum og þar að meðal dýrameðferðum. Framtíðin er vonandi bara björt og ég trúi því einhliða að fleiri séu til í að leggja þessu lið til að verða að veruleika, þar á meðal ríki eða sveitarfélög. Vonandi verður hægt með tíð og tíma að gera Vonarljós að góðgerðarsamtökum en aðeins framtíðin mun leiða það í ljós.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina