Pure Icelandic thrash metal!!!!
Skurk er Akureysk hljómsveit sem var stofnuð á síðustu öld (eða í kringum 1987) af ungum drengjum sem vildu rokka. Fyrst um sinn spilaði bandið þungarokk með pönk ívafi án þess þó að hafa einhverja ákveðna stefnu. Nokkuð var um mannabreytingar fyrst um sinn, en spilagleðin og ásetningurinn var alltaf sá sami. Árið 1990 fór bandið að vera nokkuð fastmótað, nema hvað bassaleikarar voru mjög lausráðnir, þar sem þeir voru á sjó, í öðrum böndum, eða höfðu ekki vöðvaúthald í að elta gítarleikarana í sumum lögunum. Bandið var duglegt að spila við hvert tækifæri og samdi lög á færibandi, en á þeim árum var ekki gefið að fara í stúdíó. Áfram hélt lestin þó og eins og rokkgyðjurnar væru okkur hliðhollar þá áskotnaðist bandinu 8 rása upptökustúdíó, og stórar hugmyndir voru settar í gang.
ENGLISH:
Skurk is a band from Akureyri, in the north of Iceland. The band was formed late last century (about 1987-ish) by young guys wanting to play rock'n'roll. At first the band was in some sort of rock/punk style, but without having any special genre in mind. They just wanted to play, even though the line-up kept changing. In 1990 Skurk started to focus on thrash metal and the line-up is mostly set, except for bass players, who were either working on sea, playing in other bands too, or simply didn't have the muscle strength to compete with the guitarists. Skurk played a lot live and wrote countless songs, but since recording in a studio was very expensive the band couldn't afford studio time. Finally Skurk bought their own 8 track studio and started recording, with big ideas regarding world fame.
Tekið af þröngskífunni Final Gift sem er fáanleg á vefsíðu okkar.
From the EP Final Gift (available on our website www.skurk.is)
Líklega voru um 20 til 30 lög tekin upp, bæði gömul og ný, auk allra þeirra ábreiðulaga sem bandið hafði leikið sér að. Þegar kom svo að útgáfu hafði bandið engin úrræði eða fjármagn til að klára dæmið, og gaf skömmu síðar upp öndina. Það var efnt til lokatónleika með öllum hinum þungarokksböndunum í norðlensku senunni og nokkrum hljómsveitum frá höfuðborginni boðið að taka þátt. Svo var haldið heljarinnar partý.
Eftir að Skurk hætti héldu meðlimirnir sig saman í öðrum böndum um nokkurt skeið, en um aldamótin slitnaði samstarfið alveg og strákarnir fóru að einbeita sér að verkefnum á öðrum sviðum. Eitthvað var um tónlist í lífi þeirra flestra, en mismikið þó.
Árið 2011 komu rokkgyðjurnar saman og uppgötvuðu að það vantaði allt Skurk í þjóðfélagið, og atburðarás var sett af stað. Þrír meðlimir Skurk hittust og fóru að gæla við hugmyndina að telja í einhversstaðar til að sjá hve mikið rokk væri eftir í þeim. Eins og hendi væri veifað var búið að bóka tónleika með Skálmöld og svo voru nokkur gigg tekin í kjölfarið. Ári síðar var farið í stúdíó og þröngskífan Final Gift tekin upp og gefin út í júní 2014. Final Gift innileldur fimm bestu lögin frá síðustu öld auk eins nýs lags. Diskurinn fékk ágætar móttökur en meðlimir sveitarinnar vildu meira og strax í kjölfarið á útgáfu Final Gift var ákveðið að bandið myndi fara aftur í skotgrafirnar og semja heila plötu. Markmiðið var að búa til bestu þungarokksplötu íslands.
ENGLISH
Around 20-30 songs were recorded - both old and new, plus all the cover songs the band had played over the years, but when it came to actually releasing the material the band had no resources or money so Skurk decided to quit and leave the scene soon after. Before saying farewell Skurk gathered their favorite bands from Akureyri and Reykjavik and threw a massive concert and even bigger party afterwards.
The now former Skurk-members kept together in various musical acts until the last years of the century when their paths separated. Some kept working on music.
In the year 2011 the rock goddesses pulled a few strings, and three Skurk members got together again. They met up for the same reasons as when Skurk was formed in the beginning - playing rock 'n' roll. And soon the old dream resurfaced. Before long Skurk booked a gig with Skálmöld, and played some more gigs after that. Soon they headed into the studio to record an EP. Final Gift was released in June 2014, and included five favorite songs from the last century plus one new track. Final Gift got good reviews, but having more historical value than artistic value, the members decided to write a full length, full scale heavy metal album. The mission was simple: to make the best heavy metal album released in Iceland!
Tekið af þröngskífunni Final Gift sem er fáanleg á vefsíðu okkar.
From the EP Final Gift (available on our website www.skurk.is)
Verkefnið hófst í júlí 2014. Í október/nóvember voru 10 lög tilbúin og Skurk fór í stúdíó til að taka upp herlegheitin. Fljótlega varð ljóst að sum lögin kölluðu á meiri vídd og kraft og þá var haft samband við fleiri tónlistarmenn og hafist handa með Daníel Þorsteinssyni að skrifa lögin fyrir strengjasveit og kóra. Allt þetta gerði það að verkum að Skurk yrði lengur í hljóðveri en ráðgert var í fyrstu.
Verkefnið er núna í fullri vinnslu, og það er búið að taka upp trommur og alla gítara, og auk þess kóra og strengjasveit í tveimur af þeim þrem lögum þau verða í. Ráðgert er að öllum upptökum verði lokið í febrúar/mars, og þá hefur sveitin lokaundirbúning fyrir útgáfuna.
2016 verður frábært ár hjá Skurk!
Tekið af þröngskífunni Final Gift sem er fáanleg á vefsíðu okkar.
From the EP Final Gift (available on our website www.skurk.is)
They're Here is a song from the Skurk home studio tapes.
Original version from the Skurk home studio tapes.