Researcher and engineer working on machine learning for health
Ég er doktorsnemi í gervigreind fyrir heilbrigðisrannsóknir hjá Imperial College London.
Hugmyndin fyrir Ice Trust kviknaði 2020 þegar ég og bróðir minn vorum á ferð um landið. Eftir að hafa stundað nám erlendis í mörg ár höfum við gert okkur betur grein fyrir sérstöðu íslenskrar náttúru. Það er nánast ómögulegt að finna slíka ósnortna víðáttu annars staðar í Evrópu. Þegar jörð á Íslandi fer á sölu eru möguleigir kaupendur nánast undantekningalaust aðilar sem ætla að hagnast á landinu sjálfu. Því miður er náttúrunni oft fórnað í því hagnaðarskyni.
Við erum að bregðast við þessari þróun og erum að byggja þessa stofnun til þess að kaupa og vernda jarðir áður en það verður of seint.