Bryndís Skúla

Bryndís Skúladóttir er framleiðandi og formaður Eiðavina og hefur góða tengingu við fyrrum nemendur, kennara og íbúa að Eiðum og hefur mikla þekkingu á sögu staðarins. Bryndís starfar helst sem kennari, fjallaleiðsögumaður og landvörður og hefur mikinn áhuga á kvik- og ljósmyndun. Hún hefur tekið mikið af náttúrulífsmyndum við leik og störf á hálendi þar sem náttúruöflin hafa oftar en ekki komið við sögu, sem og á flakki sínu á framandi slóðum erlendis.

Bryndís var viðburðarstjóri að tónlistarhátíðinni Eiðagleði 2013 er fyrrum nemendur og kennarar fögnuðu eftirminnilega afmæli skólahalds á Eiðum. Um viðburðinn var gerð heimildarmynd sem Bryndís var einn framleiðenda að. Hún skipuleggur nú stóran viðburð að Eiðum er haldið verður upp á aldarafmæli Alþýðuskólans í okt. 2019.


Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina