Ég er ung áhugamanneskja um hunda og hönnun
Ég er 23 ára gömul, hönnuður, hundamanneskja og nemi. Ég á 3ja ára Alaskan Malamute rakka sem heitir Tyrael, oft kallaður Týri.
Ég er í stjórn Félag Ábyrgra Hundaeiganda og meðstjórnandi Hundsamfélagsins á Facebook, sem og nemandi í Iðnverkfræði við Háskóla Íslands. Líf mitt eins og er hringsnýst um hunda og stærðfræði, og mér líkar það vel, ég hef viljað bæta hönnun við listann þar sem ég er búin að vera með appið í hausnum í dágóðan tíma, þá er um að gera að stökkva af stað í miðju háskóla námi, en ég fann að það var orðin hálf óþolinmóð að koma appinu af stað, enda er ég af öllum líkindum ofvirk og líður illa ef það er ekki eitthvað verkefni fyrir stafni.
Ég er ættuð frá Norðfirði og uppalin í Reykholti, og hef alltaf verið mikið í kring um dýr, allt frá beljum og hestum yfir í dverghamstra, kanínur, ketti og hunda. Faðir minn var í björgunarsveit með labrador blendinginn okkar hann Kol og lærði ég mikið af því að alast upp með hundi sem var einu ári eldri en ég, eftir að ég flutti til Reykjavíkur kynntist ég því hvað hundahald er litið, af mörgu leyti, illum augum og ákvað ég að reyna að bæta viðhorf til hundaeiganda í verki, og geri mitt besta til að kynna ábyrga hundaeign og hvað því fylgir.
Tyrael, eða týri eins og hann er oft kallaður, er innblásturinn minn að appinu, hann er yndislegur hundur sem sætir oft fordómum vegna útlits, og ég hef alveg fundið fyrir því að fólk forðist hann þegar ég er með hann úti, og því væri gott að geta td notað appið til að láta vita að hann er sauðmeinlaus, og fljótlegasta leiðin til þess að ná honum er að segja komdu, þar sem hann er mjög mannelskur, en hann er hræddur við stóra hunda og því get ég haft þær upplýsingar með að taka hann ekki inn á heimili með öðrum stórum rakka ef hann myndi týnast.
Ég hef leikið mér aðeis með teikningar af hundum og er útskrifuð sem hönnuður frá Tækniskólanum, þar lærði ég aðeins á Illustrator en hef unnið alla grafík vinnu fyrir Hundasamfélagið og aðeins fengið að stinga tánni í auglýsingar hjá Dohop, Fóa og vinnu á facebook auglýsingum, hér eru nokkur verk eftir mig:
Þetta er hann Loki, hann er Chinese crested rakki.