Halldór Smárason

  • Pianist

Halldór Smárason (1989) lauk framhaldsprófi í píanóleik samfara stúdentsprófi (sem dux scholae) vorið 2009. Hann lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum við Manhattan School of Music vorið 2014, þá sem Fulbright-styrkþegi. Vorið 2015 dvaldist hann í Vínarborg og sótti tíma hjá Beat Furrer. Í gegnum árin hafa aðalkennarar Halldórs verið tónskáldin Reiko Füting, Atli Ingólfsson, Tryggvi M. Baldvinsson og píanóleikarinn Sigríður Ragnarsdóttir.

Halldór hefur unnið með mörgum þekktum listamönnum og hópum á borð við Ensemble intercontemporain, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Orchestre philharmonique de Radio France, Radio-Sinfonieorchester Stuttgart des SWR, Strokkvartettinum Sigga, Sæunni Þorsteinsdóttur, Talea, Psappha, TAK, Oslo Sinfonietta, Adelle Stripe, UK Sinfonia, MSM Symphony og Decoda.

Halldór hefur hlotið margvíslega styrki og viðurkenningar fyrir tónsmíðar, m.a. sex vikna dvöl við Civitella Ranieri í Umbria á Ítalíu, styrki úr Tónskáldasjóði RÚV og Tónlistarsjóði Rannís, og listamannalaun í þrígang, nú árið 2019 í 6 mánuði. Þá hlaut Halldór fyrstu verðlaun í Manhattan Prize og hefur verið staðartónskáld á tónlistarhátíðunum Við Djúpið 2012, UNM 2013-2017, Podium Festival 2014, Landsmóti Gígjunnar 2017 auk Musiikin aika í Viitasaari sama ár.

Árið 2019 kom út verk hans O á plötu sellóleikarans Sæunnar Þorsteinsdóttur, Vernacular, og þá fóru fram upptökur í sumar á fyrstu sólóplötu Halldórs sem tekin var upp af Sono Luminus. Nýlega lauk Halldór við tónsmíðapöntun frá Sinfóníuhljómsveit Íslands en verkið verður frumflutt á starfsárinu 2020-21.

Auk tónsmíða er Halldór einnig virkur píanóleikari og útsetjari og hefur komið margoft fram við hin ýmsu tilefni og leikið inn á hljómdiska.


//


Halldór Smárason (1989) completed an Advanced Level Piano Examination in the spring of 2009 concurrently with his college graduation, and holds a B.A.-degree from the Iceland Academy of the Arts and an M.M.-degree from the Manhattan School of Music, where he studied as a Fulbright-grantee. In 2015 he received an internship grant to work with Beat Furrer in Vienna and Graz. Through the years his main teachers include composers Dr. Reiko Füting, Atli Ingólfsson and Tryggvi Baldvinsson, and pianist Sigríður Ragnarsdóttir.

Halldór has worked with many renowned artists, including Ensemble intercontemporain, Orchestre philharmonique de Radio France, Radio-Sinfonieorchester Stuttgart des SWR, Iceland Symphony Orchestra, Siggi String Quartet, Psappha, Talea, TAK, Oslo Sinfonietta, MSM Symphony, Decoda and Reykjavík’s Trio. Furthermore Halldór received the Manhattan Prize and has participated at the Manifeste 2017, Ung Nordisk Musik 2013-2017, Nordic Cool in 2013, Sonic in 2014 and was a composer-in-residence at Við Djúpið 2011, Podium Festival 2014 and Musiikin aika in Viitasaari. Additionally Halldór received the Civitella Ranieri fellowship in 2018.

Through the years Halldór has performed on numerous occasions as a soloist or as part of various groups. In addition to performances, Halldór has appeared on a large number of recordings of musical CD’s.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina