Ég er fæddur á því herrans ári 1981. Er austfirðingur í húð og hár, á konu, tvö börn, hund og kött. Ég átti einu sinni Toyotu, en á hana ekki lengur. Ég starfa sem tannlæknir á Reyðarfirði og hef gaman af. Ég geng talsvert á fjöll og þykist einnig vera veiðimaður, en raunin er sú að ég er ekkert voðalega góður veiðimaður, en það er samt gaman. Tónlist spilar stóran sess í mínu lífi og hef ég verið svo heppin að hafa fengið að spila með æðislegu fólki víðsvegar um landið við hin ýmsu tilefni. Ég spila fyrst og fremst á bassa en er svo heppin að hafa fengið að grípa í gítar með hinni óviðjafnanlegu ljóðapönksveit Austurvígstöðvunum síðustu misseri.