Þá er komið a því að ég gefi út minn annan geisladisk og kemur hann út í október 2020. Útgáfutónleikar verða í Bæjarbíó 16 október 2020. Mikið yrði ég þakklát ef þið vilduð vera með mér þessu ferli og kaupa fyrstu eintökin af disknum og ekki væri verra ef þið kæmuð á tónleikana líka :)
Nafnið á disknum er "Don´t cry for me" en það er titillag plötunnar og lag og texti eftir mig. óhætt að segja að hann komi verulega á óvart. Ásamt mér mun Páll Rósinkranz þenja raddböndin í einu lagi og einnig kemur hann fram á útgáfutónleikunum og tekur þá vonandi fleiri lög auk annara gestasöngvara.
Á disknum verða lög eftir mig sjálfa, Sigurgeir Sigmunds, Loft Guðnason, Friðrik Karlsson og Írisi Guðmunds, og einnig eru vel valdar ábreiður á disknum.
Upptökustjóri er Jóhann Ásmundsson en hann sér um útsetningar ásamt Sigurgeir Sigmunds og Þóri Úlfars.
Íris Guðmunds útsetur raddir.
þeir sem spila á disknum eru ekki af verri endanum og ótrúlega gaman að fá vinna með svona frábæru fólki
Bassi: Jóhann Ásmundsson Gítar: Sigurgeir Sigmundsson Píanó og orgel: Þórir Úlfarsson Trommur: Birgir Nielsen og Ásmundur Jóhannsson. Raddir: Grétar Lárus Matthíasson og Íris Guðmundsdóttir.
Útgáfutónleikar verða í Bæjarbíó 16 október 2020 og hlakka ég ógurlega til að flytja þessa tónlist þar.
Takk kærlega fyrir stuðninginn og ég lofa því að diskurinn er æðislegur og tónleikarnir verða fjölbreyttir og skemmtilegir.
knús til ykkar allra.