Tónar og Trix er tónlistarhópur eldri borgara sem er í músíkalskri ævintýraför. Þau hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að því að æfa og taka upp plötu með aldeilis frábæru tónlistarmönnum sem fyrirhugað er að komi út í maí. Þitt framlag skiptir sköpum við hjálpa okkur að gefa plötuna út!
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€6,486

raised of €6,000 goal

0

days to go

134

Backers

108% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Ása Berglind Hjálmarsdóttr

Project Manager
Musician, manager, choir and concert wind band conductor who loves to carry out ideas that seems crazy!
  • Music workshop
  • Trumpet player

Tómas Jónsson

Project Manager
  • Piano Player
  • Keyboard player
  • organ player

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Ellismellir skella í sumarsmelli

100%
  • Æfingar og undirbúningur fyrir upptökur
  • Upptökur
  • Hljóðblöndun
  • Hönnun á albúmi
  • Mastering
  • Framleiðsla á plötu
  • Markaðssetning
  • Dreifing
  • Platan komin!
  • Færa ykkur plötur, miða og annan varning.
  • Útgáfutónleikar í Þorlákshöfn 31. maí
  • Útgáfutónleikar í Gamla bíó 2. júní

Further Information

„Hugsaðu þér að vera að syngja og taka upp disk með öllu þessu fólki eftir þrjú heilablóðföll“

Tónar og Trix er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn (Ölfusi) sem hefur unnið saman síðan vorið 2007. Þá stóð upphaflega til að halda tveggja vikna námskeið fyrir eldri borgara í Þorlákshöfn, þar sem unnið var með tónlist á skapandi hátt. Það var lokaverkefni stjórnanda hópsins og skólasystur hennar frá Listaháskóla Íslands. Verkefnið gekk vonum framar og haldnir voru tvennir tónleikar, í Þorlákshöfn og í Salnum í Kópavogi. Þessi tími veitti bæði þátttakendum og stjórnendum ómælda gleði, svo ákveðið var að halda þessu starfi áfram og hefur hópurinn æft vikulega síðanþá.

„Í litlu þorpunum læðir söngurinn lífsgleðinni og vináttunni á milli húsa“

Á þessum tíma hafa Tónar og Trix verið í músíkalskri ævintýraför og gert ýmislegt sem þeir áttu ef til vill ekki von á að eiga eftir að gera á sínum efri árum. Þar má nefna upptöku á lagi á plötu Jónasar Sig, Þar sem himin ber við haf, og troða upp með honum á þrennum stórum útgáfutónleikum árið 2012. Tónar og Trix sungu einnig með Mugison um borð í bát við bryggjuna í Þorlákshöfn þegar áhöfnin á Húna kom þar við á tónleikaferðalagi sínu.

Árið 2012 stóðu Tónar og Trix fyrir samstöðu- og baráttu tónleikum, þar sem þema tónleikanna var nútíma íslensk dægurlög, en tilgangur þeirra tónleika var að vekja athygli á skorti á hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara í Ölfusi.

Í byrjun árs 2015 var ákveðið að næsta skref í þessari músíkölsku ævintýraför Tóna og Trix væri að taka upp og gefa út plötu. Tilgangurinn með þessu verkefni er að halda upp á lífið og það að þó svo fólk sé komið á sín efri ár og hætt á vinnumarkaðnum þá getur það vel unnið frumkvöðlastarf og komið sjálfum sér og öðrum á óvart. Því eins og kom fram í ræðu Sykurmolanna sem tóku við heiðursverðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum síðustu, þá er þetta ekki spurning um hvað maður kann heldur hvað maður gerir. Og þar fyrir utan, þá er það vísindalega sannað að það að syngja saman eykur vellíðan, þrótt og styrkir félagsleg tengsl.

„Tónlist, ég sé ekki lífið fyrir mér öðruvísi“

Í gegnum þessi átta ár sem hópurinn hefur starfað saman hafa orðið til frumsamin lög, bæði í sjálfum hópnum og á meðal einstakra meðlima innan hans. Á plötunni eru þau lög, sem löngu er orðið tímabært að hljóðrita, ásamt bæði gömlum og nýjum dægurlögum sem eru Íslendingum flestum kunnug. Platan er stormandi skemmtileg með bæði léttum, djúpum og gefandi lögum.

Þessi fallega kona er ein af tónskáldum og textahöfundum Tóna og Trix, Erla Markúsdóttir.

Ákveðið var að umvefja Tóna og Trix frábæru og hæfileikaríku tónlistarfólki sem myndi hjálpa til við að setja plötu þeirra á þann stall semTónar og Trix eiga skilið að vera á. Gestasöngvarar og gestaspilarar okkar á þessari plötu eru:

Salka Sól og Unnsteinn Manúel

Kristjana Stefánsdóttir

Jónas Sigurðsson

Sigtryggur Baldursson

Samúel Jón Samúelsson

Unnur Birna Björnsdóttir

Hljómsveitina skipa:

Tómas Jónsson, hljómsveitarstjóri, hljómborðs- og harmóníkuleikari

Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassaleikari

Óskar Kjartansson, trommuleikari

Sigtryggur Baldursson, slagverksleikari

„Að vera í Tónum og Trix bæði bætir og gleður og að gefa út geisladisk og syngja í Gamla bíó! Er það ekki eins og að vera í Himnaríki?“

Stefnt er að því að gefa geisladiskinn út í maí og einnig munu Tónar og Trix, ásamt öllu því góða tónlistarfólki sem kemur að plötunni, halda tvenna útgáfutónleika. Tónleikarnir verða í Þorlákshöfn sunnudaginn 31. maí og í Gamla bíó í Reykjavík þriðjudaginn 2. júní.

Stjórnandi Tóna og Trix er Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Upptaka og hljóðvinnsla plötunnar var í höndum Stefáns Arnar Gunnlaussonar

TAKK FYRIR ÞINN STUÐNING, HANN SKIPTIR MÁLI!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€6,486

raised of €6,000 goal

0

days to go

134

Backers

108% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464