Trúboðarnir eru rokkhljómsveit alþýðunnar, vinir litla mannsins og boðberar sannleikans. Óskalög sjúklinga er okkar fyrsti geisladiskur sem að inniheldur 10 frumsamin lög til að létta þjáðri þjóð lund. Eins og sönnum trúboðum sæmir þá gefum við diskinn út sjálfir og leitum því eftir þínum stuðningi.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,504

raised of €3,000 goal

0

days to go

111

Backers

117% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Óskalög sjúklinga

100%
  • Upptökur
  • Hljóðblöndun
  • Mastering
  • Framleiðsla
  • Dreifing
  • Markaðssetning
  • Afhending verðlauna til þeirra sem styrktu

Further Information

Fyrsta lag í spilun af væntanlegum diski!

Trúboðssaga hljómsveitar

Trúboðarnir voru aldrei stofnaðir heldur fengu meðlimir köllun frá æðri máttarvöldum um að nú skyldu þeir setja saman hljómsveit. Ekki ólíkt því þegar Betlehemsstjarnan leiddi vitringana þrjá í átt að fjárhúsinu forðum. Og þannig er það bara, það er köllun að vera í Trúboðunum en ekki val.

Til að taka af allan vafa þá hefur trúboð Trúboðana ekkert með trúmál í hefbundinni skilgreiningu þess orðs að gera. Trúboðstrúboðið snýst um að berjast gegn stöðnun, almennum leiðindum og miðaldrakrísum hverskonar. Eins konar forvörn fyrir að verða ekki golfinu að bráð eða ganga í Oddfellow, Frímúrarana eða önnur álíka félög.

Trúbræðurnir eru fjórir (talið frá vinstri):

Kalli Örvars, - Zýkkklarnir, Stuðkompaníið, Eldfuglinn ofl.
Heiðar Ingi - HAMS, Rokkvinir, Tolstoy ofl.
Gummi Jóns - Hörmung, Janus, Kikk, Tíbet Tabú, Zebra, Sálin ofl.
Maggi Magg - Hún andar, Exit, Útópía ofl

Í köllun Trúboðana fellst að þeirra séu frumsamin lög með beinskeyttum textum. Æðri máttarvöld hafa svo í staðinn lofað óendanlegri andargift sem aldrei muni þrjóta. Fram til þessa hefur það gengið eftir og lögin hafa hreinlega runnið í gegn líkt og að skrúfað sé frá krana. Tónlistinni mætti lýsa sem gruggskotnu rokki með síðpönskáhrifum en ómögulegt er útlista þá skilgreiningu frekar.

Hjá Trúboðunum hefur tilveran hingað til verið tímlaus og hver dagur ,,er sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir” eins og segir í þjóðsöngi vorum. En núna er væntanlegur geisladiskur frá hljómsveitinni með tíu frumsömdum lögum sem mun meitla nafn Trúboðanna í fyrsta skipti í tímatal íslenskrar tónlistarsögu. Diskurinn er tekin upp fyrr á þessu ári í Stúdíó Paradís af Ásmundi Jóhannssyni sem hljóðblandaði einnig.

Óskalög sjúklinga nefnist verkið og er ætlað að létta þjáðri þjóð lund. Hér eru borin á borð ný óskalög sem allt eins gætu hljómað eins oft á öldum ljósvakans og Lítill drengur. Lögin á plötunni eru eftir Kalla og Heiðar sem einnig semja texta auk þess sem Gísli Einarsson, Edduverðlaunahafi og Hallgrímur Helgason handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna ljá hljómsveitinni sinn textan hvorn. Óttarr Proppé, alþingismaður og HAMari er svo gestasöngvari í laginu Vantrúboð.

English Summary:

The Missionaries are the public’s rock band, friends of the “under-dog” and harbingers of truth. Their debut,“The Sick People’s Hit List”, is now in production containing ten original songs with grunge rock and post punk influences. As a band, The Missionaries were never formed. Instead, they received a calling from higher powers. Thus, being a member of The Missionaries is not a choice. The Missionaries’ work is not about religion as it's commonly understood. Their missionary act is about fighting stagnation, common boredom and midlife crisis in its various forms, such as falling victim to golf, joining the Oddfellows or the Freemasonry.

The four Missionaries are:
Kalli Örvars, - Zýkkklarnir,Stuðkompaníið, Eldfuglinn etc.
Heiðar Ingi - HAMS, Rokkvinir,Tolstoy etc.
Gummi Jóns - Hörmung, Janus, Kikk,Tíbet Tabú, Zebra, Sálin etc.
Maggi Magg - Hún andar, Exit,Útópía etc.

The Missionaries’ calling demands that they write their own material with uncontrived lyrics. In exchange, the higher powers have promised them bottomless inspiration. Thus far, this has come true, the songs have literally been gushing forth.

For The Missionaries, existence is timeless, with each passing day “as thousand years, and each thousand years like a day,” as stated in the national anthem of Iceland. But now their debut album will soon be forthcoming, with songs that will carve The Missionaries name onto the stone tablets of Icelandic music history. The album was recorded and mixed early this year by Ásmundur Jóhannsson in Stúdío Paradís.

The album, “The Sick People’s Hit List”, is meant to relieve the temperament of a tormented nation, including songs that could hit the airwaves as often as the country’s most treasured songs. The songs were written by Kalli and Heiðar, who also wrote all the lyrics but two. Óttarr Proppé, frontman of Icelandic rock legends HAM, Eurovision Song Contest participant, and member of Althing (the Icelandic legislative assembly) is a guest vocalist on the song “Vantrúboð”.

The songs on the ,,The Sick People's Hit List are":

1. Krónukallinn
2. Óskalög sjúklinga
3. Ósómi
4. Vantrúboð
5. Mannsalar
6. Rétta leið
7. Alþýðumaðurinn
8. Sér til sólar
9. Upp í sveit
10. Náttúra

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,504

raised of €3,000 goal

0

days to go

111

Backers

117% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464