Svavar Pétur og Berglind (sem fjármögnuðu Bulsur í gegnum Karolina Fund árið 2012) eru flutt út í sveit. Þau hafa komið sér fyrir á bænum Karlsstöðum á Austfjörðum þar sem þau ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju. (English below:)
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€11,800

raised of €10,000 goal

0

days to go

240

Backers

118% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Svavar Eysteinsson

Bulsumeistari
  • Food design

Berglind Häsler

Bulsumeistari
  • keyboardplayer

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sveitasnakkið búið til

100%
  • Vöruþróun
  • Búa til vatnsveitu og fá heilbrigðisvottorð á hana
  • Hreinsa út úr fjósinu
  • Teikna upp snakkverksmiðju í fjósinu
  • Plægja ræktunarland fyrir gulrófur
  • Ráða smið
  • Rífa niður fjósið

Undirbúa aðstöðuna

100%
  • Leggja gólf yfir áburðarkjallarann
  • Smíða nýjan burðarbita í mæninn
  • Smíða og setja upp dyr fyrir vörumóttöku
  • Gera við glugga
  • Einangra og klæða veggi að innan
  • Setja upp nýjar súlur
  • Smíða salerni og ræstikompu
  • Smíða starfsmannaaðstöðu

Lokaskrefin

100%
  • Leggja frárennsli
  • Leggja fyrir vatni og setja upp vaska
  • Flota gólf
  • Mála gólf og veggi
  • Fá stærri heimtaug og meira rafmagn
  • Leggja rafmagn innanhúss
  • Fá bakaraofninn í hús
  • Fá önnur tæki í hús
  • Fá framleiðsluleyfi
  • Klára umbúðir
  • Byrja að baka snakk!

Further Information

Karlsstaðir í Berufirði. Snakkverksmiðjan er í húsinu lengst til vinstri. / The Karlsstaðir farm. The chips factory on the left side.

Undanfarið hafa Svavar og Berglind unnið að þróun á snakki úr gulrófum. Þeim fannst vanta snakk á markað úr heilnæmum hráefnum sem hægt væri að rækta hér á landi. Gulrófan varð fyrir valinu, sítróna norðursins, stútfull af C-vítamíni og stuði.

Rófurnar eru sneiddar og bakaðar (ekki djúpsteiktar) og svo eru þær kryddaðar með ferskum chilipipar, hvítlauk og sjávarsalti. Markmiðið er að framleiðslan og ræktun allra hráefna fari fram á sveitabæ þeirra, Karlsstöðum, en þau eru nú þegar búin að undirbúa nokkra hektara lands fyrir gulrófuræktun.

Vöruþróunin var gerð í samstarfi við Matís og á lokametrum þróunarvinnunnar gufaði snakkið upp úr skálunum, svo góðar voru viðtökurnar. Markmiðið er að setja snakkið á markað í vor en fyrst þarf að byggja aðstöðu fyrir framleiðsluna, sjálfa snakkverksmiðjuna!

Á Karlsstöðum er eldra fjós sem mun fá nýtt líf. Fyrsta skref var að rífa allar innréttingar og klæðningar innan úr því. Þá teiknuðu þau upp snakkverksmiðjuna, réðu smið, og hófust handa við að byggja húsið upp á nýtt.

Mikið verk hefur áunnist en það er ennþá langt í land. Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá verði snakkverksmiðjan komin á laggirnar, og á markað komi fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí

Hér gefst áhugasömum kostur á að leggja verkefninu lið. Hægt er að kaupa fjármögnunarpakka í öllum stærðum og gerðum og hjálpa þannig til við að koma á fót nýstárlegri snakkverksmiðju þar sem lögð verður stund á matarhandverk úr hágæða hráefnum.

Ýmsar leiðir eru í boði, allt frá snakkpakka úr fyrstu lögun ásamt árituðu viðurkenningarskjali, upp í heimsókn í snakkverksmiðjuna, dvöl á gistiheimilinu, tónleika með Prins Póló og Bulsu veislu!

Hægt er að fylgjast með framvindunni á www.facebook.com/hahavari

Fyrstu túnin voru plægð í haust. Í þeim verða ræktaðar rófur sem nýttar verða til snakkframleiðslu. / Rutabaga for the chips will be grown in Karlsstaðir

ENGLISH!

Svavar and Berglind, farmers on Karlsstaðir in East Iceland, have been developing a new brand of chips from home grown Rutabaga (Swede)

They felt the need for chips made from quality material that could easily be grown in Iceland. So they ended up experimenting with the Rutabaga.

The Rutabaga is sometimes called “The Lemon of the North” because of it’s great source of vitamin-C.

After months of experimenting Svavar and Berglind ended up designing a new brand; Sveitasnakk (Country crisps)

The Rutabaga is sliced and baked (not deep fried) and then it's spiced with fresh chili, fresh garlic, and sea salt. All recent taste tests of the product has absolutely evaporated from the bowls!

The chips will be packed in boxes, labeled as Havarí’s Sveitasnakk.

The aim is to put the chips in shelves this spring – but first the Chips Factory must be built!

The construction has already begun. A former cowshed on the Karlsstaðir farm is being turned into a chips factory. The developement has been going on since October last year and now Svavar and Berglind are starting to realize that this operation can only finished with your help!

So here is your chance to help this project come to life.

In return you will be shipped a certificate and a box of chips from the first batch of Sveitasnakk. Or if you pledge even more you will have the change to visit the farmers, stay at their guesthouse, and have a private concert with the musician Prins Póló, followed by a delicious Bulsur feast!

Check out the pledges we have to offer and follow the project on www.facebook.com/hahavari

Þar til fyrsta uppskera lítur dagsins ljós munum við nýta rófur frá Lindarbrekku í Berufirði. / Until we harvest our own rutabaga we will get them from our friends in Lindarbrekka in Berufjörður.

Karlsstaðabændur / The farmers on Karlsstaðir

Snakkverksmiðju draumurinn hefur þegar vakið talsverða athygli. / The chips factory has already gotten some media attention.

Svona var umhorfs í upphafi / This is how the old cow shed was in the beginning.

Góðir menn að laga leka / Good men stopping a leak.

Mjög margt hefur áunnist, enn er þó talsvert langt í land. / A lot has been achieved, but there is still a long way to go.

Margir hafa lagt hönd á plóg og verðum við þeim að eilífu þakklát! / Many people have helped us and we will be grateful for ever!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€11,800

raised of €10,000 goal

0

days to go

240

Backers

118% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464