Eldbarnið - hamfaraleikrit fyrir börn - Hvernig bregst lítil stúlka við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra eldsumbrota? Ævintýraleg saga úr Skaftáreldum.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,211

raised of €2,200 goal

0

days to go

48

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Eldbarnið

100%
  • Handrit
  • Æfingar
  • Hönnun leikmyndar og búninga
  • Gerð leikmyndar og búninga
  • Gerð tónlistar og hljóðmyndar
  • Hönnun og prentun leikskrár og veggspjalds
  • Frumsýning 7. febrúar í Tjarnarbíói

Further Information

Hvernig bregst lítil stúlka við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra náttúruhamfara?

Sólveig er söguhetjan í þessu nýja leikriti Möguleikhússins. Eftir gríðarlega jarðskjálfta verður stórt eldgos og skömmu seinna steypist hraunstraumur ofan af hálendinu. Sólveig og móðir hennar verða að flýja upp í fjallshlíð, þaðan sem þær horfa á bæinn sinn fara undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli. Sólveig lendir í ævintýralegum aðstæðum sem hljóma fjarstæðukenndar fyrir íslensk börnum í dag en voru raunverulegar á þessum tímum.

Hér heldur Möguleikhúsið áfram umfjöllun um mannlíf í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðinda, en síðasta vetur frumsýndi það einleikinn Eldklerkinn sem hlaut afburðagóðar viðtökur. Að þessu sinni eru atburðirnir skoðaðir frá sjónarhóli ungrar stúlku í nýju barnaleikriti sem ætlað er áhorfendum frá 9 ára aldri.

Frumsýning verður í Tjarnarbíói 7. febrúar.

Höfundur: Pétur Eggerz
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Leikmynd og búningar: Guðrún Øyahals
Tónlist: Kristján Guðjónsson
Leikarar: Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz
Sérlegur ráðgjafi við handritsgerð: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Eldbarnið verður frumsýnt í Tjarnarbíói laugardaginn 7. febrúar. Sýningum verður síðan fram haldið þar, en síðar er ætlunin að ferðast með sýninguna um landið og bjóða t.d. skólum að kaupa til sín sýningar fyrir hópa. Verkefnið hefur hlotið undirbúningsstyrk frá Vinum Vatnajökuls og Barnamenningarsjóði en enn vantar þó talsvert upp á að nægilegt fjármagn hafi fengist til að greiða þeim listamönnum sem að verkefninu koma laun fyrir sína vinnu. Því leitum við nú til ykkar í von um stuðning til að geta staðið við allar skuldbindingar vegna þessa verkefnis. Um leið gefst ykkur kostur á að sýna í verki stuðning við Möguleikhúsið, sem hefur einbeitt sér að uppsetningu nýrra íslenskra leikrita fyrir börn og unglinga í aldarfjórðung.

Eldbarnið og Skaftáreldar

Ekkert tímabil Íslandssögunnar hefur verið íslensku þjóðinni jafn erfitt og átjánda öldin. Eldgos voru óvenju mörg, drepsóttir herjuðu á fólk, öflugir jarskjálftar lögðu bæi í eyði og danskir einokunarkaupmenn ginu yfir verslun og viðskiptum. Fáir atburðir höfðu þó jafngífurleg áhrif á þjóðina og eldsumbrotin sem hófust í Vestur-Skaftafellssýslu áníunda tug aldarinnar.

“Árið 1783 þann 8. júní, sem var hvítasunnuhátíð, í heiðríku og spöku veðri um dagmálabil, kom upp fyrir norðan næstu byggðafjöll á Síðunni svart sandmistur og mokkur svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi sig yfir alla Síðuna”.

Þannig lýsir séra Jón Steingrímsson upphafi Skaftárelda í Eldriti sínu. Skaftáreldar og Móðuharðindi eru eitthvert alvarlegasta áfall sem íslenska þjóðin hefur orðið fyrir. Gríðarleg hraunflóð ollu miklum spjöllum í nærsveitum og búskapur um land allt beið mikinn hnekki af hinni eitruðu eldreykjarmóðu sem lagðist yfir landið. Afleiðingarnar urðu víðtækur búfjárfellir með hungursneyð og mannfalli. Þá hafa seinni tíma rannsóknir bent til þess að áhrifanna hafi gætt langt út fyrir landsteinanna, jafnvel í fjarlægum heimsálfum.

Það er ekki laust við að mörgum Íslendingum hafi verið þessir atburðir hugleiknir síðustu mánuði þegar jarðeldar hafa logað norðan jökla og eiturgufur lagst yfir landið. Sem betur fer hafa þau umbrot þó ekki náð sömu ógnarstærð og Skaftáreldar en eru okkur engu að síður áminning um eðli þess lands sem við byggjum og þá ógnarkrafta sem búa í náttúru þess.

Skaftáreldar eru sögusvið þessa nýja barnaleikrits, þar sem þessir afdrifaríku atburðir Íslandssögunnar eru séðir frá sjónarhóli barns. Lítil stúlka virðist mega sín lítils þegar veröldin tekur hamskiptum og hætturnar virðast búa við hvert fótmál. En hugrekki og hjartahlýja reynast tryggir förunautar á óvissutímum.

Möguleikhúsið er atvinnuleikhús sem var stofnað árið 1990 og fagnar því aldarfjórðungsafmæli á þessu ári. Leikhúsið hefur einbeitt sér að því að frumsýna ný íslensk verk og öðru fremur lagt áherslu á leiksýningar fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikhússins www.moguleikhusid.is

Eldbarnið /Child of Fire

Eldbarnið /Child of Fire is a new play for children from the most dramatic times in the history of Iceland.

How does a little girl react when the world around her is turned upside down because one of the biggest volcanic eruptions in the history of Iceland?
Solveig is the main character in this new play for children that takes place in South-Iceland in the late 18th century. After a period of big earthquakes a volcanic eruption begins up in the mountains and shortly afterwards a steam of lava flows down from the highlands. Solveig and her mother have to escape from their home as they watch the farm go under the enormous lava stream. In the following days they have to face a new and completely different reality.

THE POSSIBLE THEATRE

Founded in 1990, The Possible Theatre (Möguleikhúsið) is a professional theatre company specializing in performances for children and young people.
It is our aim to ensure easy access to our performances for everyone, and so we travel around the country to perform our shows, mostly at pre-, primary-, and middle schools.
This approach to our audiences opens up theater to children, hopefully as an organic part of the school curriculum. And that is why our theatre has found asecure place in Icelandic society and has become a mainstay for the cultural-and theatrical upbringing of children around the country.
The Possible Theatre has worked hard at introducing Icelandic culture abroad bytouring and visiting international theater festivals. In recent years, we have often toured abroad and have received visits from foreign theater companies. So it is safe to say that our work is recognized internationally.

Opening at Tjarnarbíó-theatre, Reykjavik, 7. February 2015.

Writer: Pétur Eggerz
Director: Sigrún Valbergsdóttir
Set and costume design: Guðrún Øyahals
Mucic: Kristján Guðjónsson
Actors: Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz
Script Advisor: Kristín Helga Gunnarsdóttir

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,211

raised of €2,200 goal

0

days to go

48

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464